By Nemendafélag Flensborgar
•
March 5, 2025
Góðgerðavika Flensborgar verður haldin vikuna 10.-14. mars 2025. Allur peningur sem safnast fer til styrktar Arnarins, minningar og styrktarsjóður barna og unglinga sem hafa misst náin ástvin. Í vikunni sér nemendafélagið um allskonar skemmtilegt til að safna pening. Til dæmis ef 5000 kr. safnast kennir Alonso sögutíma, ef 15.000 kr. safnast taka Hrafn og Kristján yfir mötuneytið, ef 50.000 kr. safnast verður formanna kappát og ef 75.000kr safnast tekur Erla skólastjóri lagið o.s.frv. Einnig verður haldin Barre tími á miðvikudaginn 12. mars sem kostar 1000 kr. inn á og svo verður hægt að kaupa disk af rjóma til að rjóma einstakling í stjórninni. Hægt verður að styrkja með því að leggja inn á reikning nff: reikningsnr: 0545-26-003053 kt:430985-0789 .