Nemendafélag Flensborgarskólans

Nýjustu fréttir

By Nemendafélag Flensborgar March 5, 2025
Góðgerðavika Flensborgar verður haldin vikuna 10.-14. mars 2025. Allur peningur sem safnast fer til styrktar Arnarins, minningar og styrktarsjóður barna og unglinga sem hafa misst náin ástvin. Í vikunni sér nemendafélagið um allskonar skemmtilegt til að safna pening. Til dæmis ef 5000 kr. safnast kennir Alonso sögutíma, ef 15.000 kr. safnast taka Hrafn og Kristján yfir mötuneytið, ef 50.000 kr. safnast verður formanna kappát og ef 75.000kr safnast tekur Erla skólastjóri lagið o.s.frv. Einnig verður haldin Barre tími á miðvikudaginn 12. mars sem kostar 1000 kr. inn á og svo verður hægt að kaupa disk af rjóma til að rjóma einstakling í stjórninni. Hægt verður að styrkja með því að leggja inn á reikning nff: reikningsnr: 0545-26-003053 kt:430985-0789 .
By Nemendafélag Flensborgar February 27, 2025
Söngvakeppni Flensborgar var haldin þann 19. febrúar 2025. Það voru þrír nemendur sem tóku þátt, þau Kristján Rafn, Steiney Lilja og Guðrún Svava. Kristján söng lagið slá í gegn með Stuðmönnum og vann. Kristján keppir þann 12. apríl 2025 í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Flensborgar. Þar keppir einn nemandi úr hverjum skóla. Kepnnin verður sýnd í beinni á Rúv. Upplýsingar um hvar keppnin verður haldin koma síðar.
By Nemendafélag Flensborgar January 23, 2025
Nú fer að líða að árshátíð NFF. Árshátiðin verður haldin þann 13. febrúar í Gullhömrum. Það er GALA þema sem þýðir að allir mæta í sínu fínasta! Maturinn hefst klukkan 19:30 og verður boðið upp á grillaða nautalund með rótargrænmeti, kartöflubátum og rauðvínssósu í aðalrétt og vanillu gelato ís með súkkulaði bitum í eftirrétt. Það verða skemmtiatriði á meðan maturinn stendur og síðan byrjar alvöru ball klukkan 22:00 þar sem nokkrir vel valdir tónlistarmenn koma fram. 
Show More
Mon
Tue
Wed
Thu
Fri
Sat
Sun

24

25

26

27

28

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

1

2

3

4

5

6

Hafa samband

Contact Us

Share by: