By Kolbrún María Einarsdóttir
•
August 16, 2019
SKEMMTÓ Skemmtó sér um minniháttar viðburði t.d. movie night og slíkt í samavinnu við aðalstjórn. Við hjálpum svo til með svo mikið, t.d. nýnemaferðina og sleepoverið. BÓKSALAN Bóksalan sér um það að selja miða á viðburði og böll og selja einnig bækur í byrjun annar. Bóksalan hefur haldið karaoke og er staður sem er hataður af skólastjórnendum. LEIKFÉLAGIÐ Leikfélagið sér um allt sem tengist leikritinu sjálfu, þau hjálpa við það að finna leikstjóra í sameiningu við Magga skólastjóra. Í sameiningu við leikstjórann sjá þau svo um það að finna í fyrsta lagi leikrit og söng/tónlistarstjóra, húsnæði, danskennara og allt sem því tengist. Leikfélagið er ekki bara að sjá um leikritið sjálft heldur er partur af NFF heildinni og hjálpa þau líkt og allir hinir við viðburði NFF. MARVIN Marvin sér um að taka myndbönd á öllum viðburðum NFF og aðalega á böllum, þau gera vakningarmyndband í byrjun skólaárs og árshátíðarmyndband í lok skólaárs. ÍÞRÓTTARÁÐ Íþróttaráð er ráð sem er milliliður afrekskrakka og NFF. Íþróttaráð sér um að hjálpa aðalstjórn við FG - FLENS daginn. MARKAÐSRÁÐ Markaðsráð sér um að halda yfir samfélagsmiðlum og heimasíðu NFF. Sjá um að auglýsa viðburði innan skólans og sjá einning um styrkjasöfnun og nemendaskírteinin sem nýtist öllum nemendum Flensborgar. HAGSMUNA- OG JAFNRÉTTISRÁÐ Hagsmunaráðið sér um hagsmuni nemenda og formaður nefndarinnar situr á skólaráðsfundum 1x í viku með oddvita og skólaráðinu. Það er alltaf hægt að hafa samband við hagsmunaráð ef eitthvað kemur upp á eða eitthvað er ekki eins og það á að vera. Jafnréttisráðið sér um að stuðla jafnrétti innan skólans og passa að réttindi allra séu virt. Jafnréttisnefnd hélt jafnréttisviku í fyrra sem gjörsamlega sló í gegn.