Blog Layout

Söngkeppni Flensborgar

Nemendafélag Flensborgar • February 27, 2025

 

Söngvakeppni Flensborgar var haldin þann 19. febrúar 2025. Það voru þrír nemendur sem tóku þátt, þau Kristján Rafn, Steiney Lilja og Guðrún Svava. Kristján söng lagið slá í gegn með Stuðmönnum og vann. Kristján keppir þann 12. apríl 2025 í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Flensborgar. Þar keppir einn nemandi úr hverjum skóla. Kepnnin verður sýnd í beinni á Rúv. Upplýsingar um hvar keppnin verður haldin koma síðar.


 

Söngvakeppni Flensborgar var haldin þann 19. febrúar 2025. Það voru þrír nemendur sem tóku þátt, þau Kristján Rafn, Steiney Lilja og Guðrún Svava. Kristján söng lagið slá í gegn með Stuðmönnum og vann. Kristján keppir þann 12. apríl 2025 í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Flensborgar. Þar keppir einn nemandi úr hverjum skóla. Kepnnin verður sýnd í beinni á Rúv. Upplýsingar um hvar keppnin verður haldin koma síðar.


By Nemendafélag Flensborgar March 5, 2025
Góðgerðavika Flensborgar verður haldin vikuna 10.-14. mars 2025. Allur peningur sem safnast fer til styrktar Arnarins, minningar og styrktarsjóður barna og unglinga sem hafa misst náin ástvin. Í vikunni sér nemendafélagið um allskonar skemmtilegt til að safna pening. Til dæmis ef 5000 kr. safnast kennir Alonso sögutíma, ef 15.000 kr. safnast taka Hrafn og Kristján yfir mötuneytið, ef 50.000 kr. safnast verður formanna kappát og ef 75.000kr safnast tekur Erla skólastjóri lagið o.s.frv. Einnig verður haldin Barre tími á miðvikudaginn 12. mars sem kostar 1000 kr. inn á og svo verður hægt að kaupa disk af rjóma til að rjóma einstakling í stjórninni. Hægt verður að styrkja með því að leggja inn á reikning nff: reikningsnr: 0545-26-003053 kt:430985-0789 .
By Nemendafélag Flensborgar January 23, 2025
Nú fer að líða að árshátíð NFF. Árshátiðin verður haldin þann 13. febrúar í Gullhömrum. Það er GALA þema sem þýðir að allir mæta í sínu fínasta! Maturinn hefst klukkan 19:30 og verður boðið upp á grillaða nautalund með rótargrænmeti, kartöflubátum og rauðvínssósu í aðalrétt og vanillu gelato ís með súkkulaði bitum í eftirrétt. Það verða skemmtiatriði á meðan maturinn stendur og síðan byrjar alvöru ball klukkan 22:00 þar sem nokkrir vel valdir tónlistarmenn koma fram. 
By Nemendafélag Flensborgar January 23, 2025
Málfó sér um alla MORFÍS og Gettu betur viðburði skólans. Í MORFÍS liðinu eru Emma, Arndís, Gunnar og Emilía Ósk. Þau keppa í 8 liða úrslitum á móti kvennó eða MS. Í fyrra komumst við í úrslit og stefnum auðvitað aftur á úrslit í ár! Gettu betur eru byrjuð af fullum krafti og liðið keppir næst á móti MA. Í Gettu betur liðinu eru Óskar, Þorsteinn og Emilía.
By Nemendafélag Flensborgar October 20, 2023
Grillnefndin sér um það að grilla á öllum viðburðum NFF. Hún er skipuða heilum 11 meðlimum og er hann Birgir Þór formaður nefndarinar. Grillnefndin var tekin í gegn á seinasta skólaári og var einnig valin nefnd ársins af nemendum. Grillnefndin hefur verið virk á þessari önn og næst á dagskrá er FG-Flens dagurinn sem er líklegast stærsti viðburður nefndarinar í bili. Hamborgarar og pulsur er aðalega á matseðli nefndarinar en eru þau alltaf tilbúin að grilla eitthvað annað. Ef þið hittið meðlimi Grillnefndar endilega að spurja þá út í eldun á kjöti eða eitthvað sem er á huga ykkar.
By Sigurjóna Hauksdóttir August 27, 2019
Nú hefur stjórnin í ár ákveðið að endurvekja edrú pottinn á ný. Edrú potturinn virkar þannig að einstaklingur sem blæs í áfengismæli og mælist ekki undir áhrifum kemst í pott. Dregið verður svo úr þeim potti og hægt er að vinna allskonar vinninga. Ölvun ógildir miðan guys, skemmtum okkur og verum örugg. Það verður tilkynnt síðar hverjir vinningarnir verða í edrú pottinum fyrir nýnemaballið, stay tuned! tuned!graph
By Kolbrún María Einarsdóttir August 16, 2019
SKEMMTÓ Skemmtó sér um minniháttar viðburði t.d. movie night og slíkt í samavinnu við aðalstjórn. Við hjálpum svo til með svo mikið, t.d. nýnemaferðina og sleepoverið. BÓKSALAN Bóksalan sér um það að selja miða á viðburði og böll og selja einnig bækur í byrjun annar. Bóksalan hefur haldið karaoke og er staður sem er hataður af skólastjórnendum. LEIKFÉLAGIÐ Leikfélagið sér um allt sem tengist leikritinu sjálfu, þau hjálpa við það að finna leikstjóra í sameiningu við Magga skólastjóra. Í sameiningu við leikstjórann sjá þau svo um það að finna í fyrsta lagi leikrit og söng/tónlistarstjóra, húsnæði, danskennara og allt sem því tengist. Leikfélagið er ekki bara að sjá um leikritið sjálft heldur er partur af NFF heildinni og hjálpa þau líkt og allir hinir við viðburði NFF. MARVIN Marvin sér um að taka myndbönd á öllum viðburðum NFF og aðalega á böllum, þau gera vakningarmyndband í byrjun skólaárs og árshátíðarmyndband í lok skólaárs. ÍÞRÓTTARÁÐ Íþróttaráð er ráð sem er milliliður afrekskrakka og NFF. Íþróttaráð sér um að hjálpa aðalstjórn við FG - FLENS daginn. MARKAÐSRÁÐ Markaðsráð sér um að halda yfir samfélagsmiðlum og heimasíðu NFF. Sjá um að auglýsa viðburði innan skólans og sjá einning um styrkjasöfnun og nemendaskírteinin sem nýtist öllum nemendum Flensborgar. HAGSMUNA- OG JAFNRÉTTISRÁÐ Hagsmunaráðið sér um hagsmuni nemenda og formaður nefndarinnar situr á skólaráðsfundum 1x í viku með oddvita og skólaráðinu. Það er alltaf hægt að hafa samband við hagsmunaráð ef eitthvað kemur upp á eða eitthvað er ekki eins og það á að vera. Jafnréttisráðið sér um að stuðla jafnrétti innan skólans og passa að réttindi allra séu virt. Jafnréttisnefnd hélt jafnréttisviku í fyrra sem gjörsamlega sló í gegn.
By Kolbrún María Einarsdóttir August 15, 2019
MORFÍ´s er skammstöfun fyrir Mælsku og Rökræðukeppni Framhaldsskóla Íslands. S-inu í endan var bætti við vegna þess að morfí hljómar svo stórfurðulega. Í morfís liðinu eru frummælandi, meðmælandi, stuðningsmaður og liðstjóri. Í ár eru þjálfarar Flensborgar Kolbeinn Sveinsson, Einar Baldvin Brimar og Aron Kristján. Morfís keppnir hefjast þannig að tveir skólar mætast og byrja á því að semja um umræðuefni, með eða móti pól á sérstökum fundi, hann er kallaður samningaviðræður. Strax eftir samingaviðræður hefst svo kölluð morfís vika þar sem þjálfarar og keppendur vinna hörðum höndum í að skrifa ræður og svör. Viku eftir samningaviðræður er keppnin þar sem liðin keppa uppá líf og dauða. Það lið sem vinnur kemst áfram og mætir öðrum skóla en það lið sem tapar er úr leik. Úrslitin eru mega spennandi og okkur hlakkar til að vera í þeim í ár!
By Ritnefnd August 15, 2019
Leikfélag Flensborgar setti uppp söngleikinn Systra akt í ár og sýngarnar gengu súper vel. swipe down if this made you exited...
By Helgi Jónsson July 23, 2019
Námsráðgjafanir okkar gefa góð ráð fyrir prófa undirbúninginn. Sunna og Helga
Share by: