By Kolbrún María Einarsdóttir
•
August 15, 2019
MORFÍ´s er skammstöfun fyrir Mælsku og Rökræðukeppni Framhaldsskóla Íslands. S-inu í endan var bætti við vegna þess að morfí hljómar svo stórfurðulega. Í morfís liðinu eru frummælandi, meðmælandi, stuðningsmaður og liðstjóri. Í ár eru þjálfarar Flensborgar Kolbeinn Sveinsson, Einar Baldvin Brimar og Aron Kristján. Morfís keppnir hefjast þannig að tveir skólar mætast og byrja á því að semja um umræðuefni, með eða móti pól á sérstökum fundi, hann er kallaður samningaviðræður. Strax eftir samingaviðræður hefst svo kölluð morfís vika þar sem þjálfarar og keppendur vinna hörðum höndum í að skrifa ræður og svör. Viku eftir samningaviðræður er keppnin þar sem liðin keppa uppá líf og dauða. Það lið sem vinnur kemst áfram og mætir öðrum skóla en það lið sem tapar er úr leik. Úrslitin eru mega spennandi og okkur hlakkar til að vera í þeim í ár!