Blog Layout

SIGRAÐU PRÓFIN

Helgi Jónsson • Jul 23, 2019

 Námsráðgjafanir okkar gefa góð ráð fyrir prófa undirbúninginn.

Sunna og Helga

Hvernig er best að skipuleggja sig í náminu ?

Það er rosalega gott að setja upp plan yfir það sem á að læra, gott að skrifa lista eða ná sér í app sem hjálpar við að halda utan um upplýsingar. Mjög gott að byrja á því sem manni finnst erfitt eða ekki nógu skemmtilegtog klára það fyrst og vinna svo verkefnin koll af kolli. Einnig gott að merkja við það sem er búið eða strika yfir svo sjáist svart á hvítu hverju maður hefur áorkað. Að vinna jafnt og þétt yfir önnina hljómar kannski klisjukennt en það er eitt besta ráðið sem við getum gefið til þess að ná árangri í náminu.


Hvernig tæklar maður prófkvíða

Hér er því miður ekki eitt einfalt svar eða töfralausn í boði. Gott er samt að hafa í huga að smávegis kvíði getur verið jákvæður. Hann ýtir manni af stað til þess að búa sig undir komandi verkefni. Ef kvíðinn er hinsvegar orðinn það mikill að hann veldur því að við komum okkur ekki af stað til þess að vinna verkefnin eða þannig að hann veldur andlegri og/eða líkamlegri vanlíðan þá er gott að leita aðstoðar hjá námsráðgjöfum og sálfræðingi í skólanum.


Hvernig verður maður góður námsmaður? 

Til að verða góður námsmaður er mikilvægt að tileinka sér gróskuhugafar og þannig haft trú á því að maður geti alltaf gert betur. Góður námsmaður mætir vel í kennslustundir, einbeitir sér í tímum og biður um aðstoð ef eitthvað er óskýrt. Þá er mikilvægt að sinna heimanámi á hverjum degi og skila öllum verkefnum á réttum tíma. Það er í því mikilvægt að setja sér markmið ætli maður að ná góðum árangri.


Hvað skiptir mestu máli í prófunum ?

Það sem skiptir mestu máli í prófunum er að hafa sjipulag. Skipulag á því hvenær maður ætlar að læra og hvað hvað maður ætlar að fara yfir á hverjum tíma. Þá er mikilvægt að nærast vel, hreyfa sig og fá góðan svefn. Svo er líka bara að njóta þess aðeins að vera í prófum, þið eruð að klára önnina og svo er að stökkva í gott frí.

By Nemendafélag Flensborgar 20 Oct, 2023
Grillnefndin sér um það að grilla á öllum viðburðum NFF. Hún er skipuða heilum 11 meðlimum og er hann Birgir Þór formaður nefndarinar. Grillnefndin var tekin í gegn á seinasta skólaári og var einnig valin nefnd ársins af nemendum. Grillnefndin hefur verið virk á þessari önn og næst á dagskrá er FG-Flens dagurinn sem er líklegast stærsti viðburður nefndarinar í bili. Hamborgarar og pulsur er aðalega á matseðli nefndarinar en eru þau alltaf tilbúin að grilla eitthvað annað. Ef þið hittið meðlimi Grillnefndar endilega að spurja þá út í eldun á kjöti eða eitthvað sem er á huga ykkar.
By Sigurjóna Hauksdóttir 27 Aug, 2019
Nú hefur stjórnin í ár ákveðið að endurvekja edrú pottinn á ný. Edrú potturinn virkar þannig að einstaklingur sem blæs í áfengismæli og mælist ekki undir áhrifum kemst í pott. Dregið verður svo úr þeim potti og hægt er að vinna allskonar vinninga. Ölvun ógildir miðan guys, skemmtum okkur og verum örugg. Það verður tilkynnt síðar hverjir vinningarnir verða í edrú pottinum fyrir nýnemaballið, stay tuned! tuned!graph
By Kolbrún María Einarsdóttir 16 Aug, 2019
SKEMMTÓ Skemmtó sér um minniháttar viðburði t.d. movie night og slíkt í samavinnu við aðalstjórn. Við hjálpum svo til með svo mikið, t.d. nýnemaferðina og sleepoverið. BÓKSALAN Bóksalan sér um það að selja miða á viðburði og böll og selja einnig bækur í byrjun annar. Bóksalan hefur haldið karaoke og er staður sem er hataður af skólastjórnendum. LEIKFÉLAGIÐ Leikfélagið sér um allt sem tengist leikritinu sjálfu, þau hjálpa við það að finna leikstjóra í sameiningu við Magga skólastjóra. Í sameiningu við leikstjórann sjá þau svo um það að finna í fyrsta lagi leikrit og söng/tónlistarstjóra, húsnæði, danskennara og allt sem því tengist. Leikfélagið er ekki bara að sjá um leikritið sjálft heldur er partur af NFF heildinni og hjálpa þau líkt og allir hinir við viðburði NFF. MARVIN Marvin sér um að taka myndbönd á öllum viðburðum NFF og aðalega á böllum, þau gera vakningarmyndband í byrjun skólaárs og árshátíðarmyndband í lok skólaárs. ÍÞRÓTTARÁÐ Íþróttaráð er ráð sem er milliliður afrekskrakka og NFF. Íþróttaráð sér um að hjálpa aðalstjórn við FG - FLENS daginn. MARKAÐSRÁÐ Markaðsráð sér um að halda yfir samfélagsmiðlum og heimasíðu NFF. Sjá um að auglýsa viðburði innan skólans og sjá einning um styrkjasöfnun og nemendaskírteinin sem nýtist öllum nemendum Flensborgar. HAGSMUNA- OG JAFNRÉTTISRÁÐ Hagsmunaráðið sér um hagsmuni nemenda og formaður nefndarinnar situr á skólaráðsfundum 1x í viku með oddvita og skólaráðinu. Það er alltaf hægt að hafa samband við hagsmunaráð ef eitthvað kemur upp á eða eitthvað er ekki eins og það á að vera. Jafnréttisráðið sér um að stuðla jafnrétti innan skólans og passa að réttindi allra séu virt. Jafnréttisnefnd hélt jafnréttisviku í fyrra sem gjörsamlega sló í gegn.
By Kolbrún María Einarsdóttir 15 Aug, 2019
MORFÍ´s er skammstöfun fyrir Mælsku og Rökræðukeppni Framhaldsskóla Íslands. S-inu í endan var bætti við vegna þess að morfí hljómar svo stórfurðulega. Í morfís liðinu eru frummælandi, meðmælandi, stuðningsmaður og liðstjóri. Í ár eru þjálfarar Flensborgar Kolbeinn Sveinsson, Einar Baldvin Brimar og Aron Kristján. Morfís keppnir hefjast þannig að tveir skólar mætast og byrja á því að semja um umræðuefni, með eða móti pól á sérstökum fundi, hann er kallaður samningaviðræður. Strax eftir samingaviðræður hefst svo kölluð morfís vika þar sem þjálfarar og keppendur vinna hörðum höndum í að skrifa ræður og svör. Viku eftir samningaviðræður er keppnin þar sem liðin keppa uppá líf og dauða. Það lið sem vinnur kemst áfram og mætir öðrum skóla en það lið sem tapar er úr leik. Úrslitin eru mega spennandi og okkur hlakkar til að vera í þeim í ár!
By Ritnefnd 15 Aug, 2019
Leikfélag Flensborgar setti uppp söngleikinn Systra akt í ár og sýngarnar gengu súper vel. swipe down if this made you exited...
Share by: